HÁDEGISMATUR Á 150 KRÓNUR

  eir / sjanghæ

  Í risaeldhúsum kínverka ríkisins eru matreidddar dýrindis krásir frá morgni til kvölds fyrir starfsmenn og stúdenta í landinu þannig að undrun vekur hjá ókunnugum.

  Þess er gætt að allir fái sitt; múslimar með sérmatseðil, hefðbundinn kínverskur og svo sá vestræni og þar gefa menn ekkert eftir mötuneytum íslensku bankanna fyrir hrun.

  Hér að neðan má sjá mynd af matarbakka úr múslimsku eldhúsi kínverska ríkisins: Kjúklingur í lauk, eggaldin í plómusósu, tómatar í eggjahræru og svo að sjálfsögðu hrísgrjón.

  150 krónur – takk!

  Auglýsing