GÚSTAF NENNIR EKKI Í COVIDTEST – MEÐ ÖLL EINKENNI

    “Okkar maður er núna í þröngri stöðu, hnerrandi, hóstandi og snýtandi sér ógurlega, greinilega með vonda hálsbólgu, og finnur sig ekki alveg með sjálfum sér. Hann er þó hitalaus og eigin sjúkdómsgreining leggur til venjulega haustpest, sem hefur margoft sótt hann hann áður heim á lagri ævi. Almenn samfélagspaník er því ekki í boði nútímans,” segir Gústaf Níelsson samfélagsrýnir og eldri bróðir Brynjars fyrrum alþingismanns en Gústaf hefur verið búsettur á Spáni um árabil ásamt Bergþóru konu sinni.

    “Undir kvöldmatarleytið í gær gekk hann til rekkju og svaf sleitulaust í einar sextán klukkustundir, nokkuð lerkaður og rámur. Úr rekkjunni reis hann í morgun, frekar óhress og tekur sér væra blundi þess á milli og telur slíkt háttarlag til bóta. Hann lætur þó ógert að kyssa og kjassa frú Bergþóru.”

    Aðspurður hvers vegna hann fari ekki í covidtest svarar Gústaf:

    “Nenni bara ekki að angra heilsugæsluna með slíku kvabbi, enda fer ég ekkert á milli manna, held mig heima við og gæti að sjálfum mér.”

    Auglýsing