GÚRKUFRÉTT Í MANNLÍFI

  Tímaritið Mannlíf stimplar sig rækilega inn með nýjasta tölublaðinu sem er eins og freyðandi sápa, fjölbreytt, skemmtilegt og frábærlega framsett.

  Þarna er meira að segja gúrkufrétt sem stendur undir nafni og segir frá stórfelldum útflutningi Íslendinga á agúrkum til Danmerkur þar sem fólk stendur í biðröðum til að fá:

  “Bretti með um 4.000 agúrkum var sent til Danmerkur. Þær seldust upp. Önnur sending fór utan í vikunni og hefur meira verið pantað.”

  Gúrkufréttir geta verið góðar fréttir.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta grein