GUNNAR SMÁRI RÁÐLEGGUR RAGNARI ÞÓR

    Úr bakherberginu:

    Glöggir starfsmenn í Húsi verslunarinnar hafa tekið eftir því að Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi hefur verið tíður gestur á skrifstofu Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR á skrifstofu þess síðarnefnda. Gunnar Smári er sagður birtast þar tvisvar til þrisvar í viku.

    Enginn þarf að velkjast í vafa um tilefni heimsóknanna. Ragnar Þór er harðlínu vinstrimaður í verkalýðsbaráttunni og Gunnar Smári er öflugur áróðursmaður og innblásinn sósíalisti. Hann herðir og slípar Ragnar Þór í vinstrifræðunum til að tryggja að samhljómur verði með VR og Eflingu, en þar hefur Gunnar Smári sterkt bakland í Sólveigu Önnu.

    Framundan er formannskosning í VR og mikilvægt til að bylting öreiganna verði að veruleika að sósíalistar hafi þar tögl og hagldir. Það er því ekkert til sparað til að Ragnar Þór haldi sætinu og hafa félagar í Sósíalistaflokki Íslands tekið sig saman ásamt Stundinni í úthringingum og öðrum áróðri fyrir hann. Undir vökulu auga Gunnars Smára.

    Auglýsing