GUNNAR OG GAMLA MYNDIN

  Þarna rennur allt saman í eitt; risakjörbúð í nýju úthverfi, kona með barnavagn og Vokswagen bjalla.
  Gunnar Heiðdal.

  Þessa mynd tók Gunnar Heiðdal í Breiðholti í mars 1972. Gunnar var á yngri árum blaðaljósmyndari á Alþýðublaðinu og átti það þá til að fara með aðdráttarlinsu upp á Arnarhól og mynda mannlíf svona close up án þess að viðfangsefnin hefðu hugmynd um; fólk að berjast áfram í regni eða brosandi með rjómaís í sól. Myndirnar birtust svo flennistórar, jafnvel á forsíðu Alþýðublaðsins að erlendri fyrirmynd og brá þá mörgum í brún. Var þessi siður þá aflagður.

  Síðar varð Gunnar vinsæll húsvörður í Norræna húsinu þegar starfsemi hússins stóð í hvað mestum blóma á áttunda áratug síðustu aldar. Gunnar býr nú í eldrimannablokk við Vitatorg og á það til að taka fréttamyndir út um gluggann hjá sér rúmlega níræður. Eins og þessar:

  “Þetta var að ske á Lindargötunni.”
  “Það er vel hugsað um okkur á Vitatorgi. Gluggaþvottur í gær.”
  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinDWIGHT YOAKAM (63)
  Næsta greinSAGT ER…