Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

GUNNA DÍS OG SÓLI Í ÚTSVAR

-
Guðrún Dís Emilsdóttir og Sólmundur Hólm verða þáttastjórnendur í spurningaþættinum Útsvari þegar þátturinn hefur göngu sína á ný 15. september. Gunna Dís og Sóli Hólm, sem unnu meðal annars saman í Virkum morgnum á Rás 2, leysa þau Sigmar Guðmundsson og Þóru Arnórsdóttur af hólmi.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps, segir að margir hafi komið til greina en niðurstaðan hafi verið sú að Sóli og Gunna Dís væru hárrétta fólkið í verkefnið. „Þau veru verðugir arftakar Simma og Þóru.

„Mér líst ótrúlega vel á þetta. Ég er búinn að bíða mjög þolinmóður eftir rétta tækifærinu í sjónvarpi,“ segir Sóli. Nokkuð er síðan þetta var ákveðið. „Ég er búinn að þurfa að halda kjafta í allt sumar um þetta, ég hef bara getað sagt allra nánustu frá þessu.“ Hann segir það mikinn heiður að fá að stökkva inn í jafn stóran þátt og Útsvar sem hafi átt mikilli velgengni að fagna. „Við Gunna nálgumst þetta verkefni fyrst og fremst af viðringu fyrir þeim sterka grunni sem Útsvarið byggir á.“

Gunna Dís segist spennt fyrir að taka til starfa í Útsvari. „Það er gaman að fá að taka við þessu kefli af Þóru og Simma. Þetta er skemmtilegur og vinsæll þáttur sem ég hef að sjálfsögðu fylgst með í gegnum árin. Ég vona bara að landsmenn gefi okkur Sóla séns.“

Gunna Dís fagnar því að vinna aftur með Sóla. „Hann var þriðja hjólið í Virkum morgun þannig að við þekkjumst út og inn. Það er frábært að fara í þetta prógramm með honum. Það verður sérstaklega skemmtilegt.

Það eru ekki aðeins ný andlit þáttastjórnenda sem blasa við þegar þátturinn hefur göngu sína á ný í haust. Það verða líka gerða einhverjar breytingar á þættinum. Gunna Dís segir þó að passað verði upp á að halda í það sem hefur virkað. Sóli tekur undir það. „Fólk mun taka eftir breytingum en ég held að það verði ekki þannig að það verði allt vitlaust,” segir Sóli og bætir við hlæjandi. „Ég vona ekki.“ (RÚV greinir frá).

Fara til baka


ÓÐAVERÐBÓLGA Í COSTCO

Lesa frétt ›HINN AFI BJARNA BEN

Lesa frétt ›LÍMT SAMAN Á LYGINNI

Lesa frétt ›FJÖLSKYLDUMIÐSTÖÐ Í STAÐ STRÆTÓ

Lesa frétt ›TVEGGJA ÁRA FRÉTTIN

Lesa frétt ›ÍSLENSKT SKÓGLEYSI Á FORSÍÐU NEW YORK TIMES

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Viðar Eggertsson, fyrrum útvarpsleikhússtjóri ríkisins, sé ánægður með nýjasta leikhúsverk Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar: Ég er enn að vinda ofan af sjálfum mér eftir yfirsnúning við að sjá Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Hver sagði að revían væri dauð? Hér kemur hún spriklandi nútímaleg og fersk, háskaleg, kyngimögnuð og rakblaðsbeitt. Hvílíkir leikarar, hvílíkir listrænir stjórnendur.Revía 21. aldarinnar hefur tekið leikhúsið með trompi... og tók áhorfendur með trompi í gærkvöldi. Ekki missa af.
Ummæli ›


Ummæli ›

...að auglýsingarnar í Bændablaðinu séu af ýmsum toga: Martha Viereckl frá Leipzig í Þýskalandi óskar eftir því að komast í vinnu á Íslandi í 4-5 vikur árið 2019. Er í hagfræðinámi en er sveigjanleg með starf. Vill gjarnan vera á sveitabæ, á veitingastað/kaffihúsi eða á skrifstofu. Uppl. í netfangið martha. viereckl@gmail.com og í síma +49 176 56782329.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KJARTAN Í STAÐ LOGA: Frá fjölmiðlarýninum Svani Má: --- Margir tala um að skarð Loga Bergmanns á Stöð 2 verði vandfyllt...
  2. BJARNI FÉKK SÉR KENTUCKY FRIED: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur verið á kosningaferðalagi um Suðurlands og snæddi kvö...
  3. LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN: Ari Eldjárn, maðurinn sem hefur gert íslenskt uppistand og grín að útflutningsvöru, hefur keypt ...
  4. 500 NÝIR ÁSKRIFENDUR STUNDARINNAR: Áskrifendum Stundarinnar hefur fjölgað um hartnær 500 eftir að sýslumaður setti lögbann á fréttaflut...
  5. STÓREIGNAMENN ÚR SAMHJÁLP: Velferðadeildin: --- Hópur fólks sem starfað hefur með og stutt Samhjálp  með fjárframlögum  hyg...

SAGT ER...

...að Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn séu samanlagt með 66 prósent fylgi í Norðvesturkjördæmi samkvæmt skoðanakönnun í héraðsfréttablaðinu Feyki - þar heitir höfuðstaðurinn Sauðárkrókur.
Ummæli ›

...að sjaldan hafi kjósendur verið jafn óákveðnir og nú. Þetta getur endað með ósköpum.
Ummæli ›

...að Rúnar Gíslason, sem skipar þriðja sætið á framboðslista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, sé sonur sjónvarpsmannsins landsfræga, Gísla Einarsson. Rúnar er einnig formaður VG í Borgarbyggð.
Ummæli ›

...að sjö af hverjum tíu ungmennum kjósi frekar rafræn samskipti en persónuleg - sjá nýja rannsókn hér.
Ummæli ›

Meira...