Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

GUNNA DÍS OG SÓLI Í ÚTSVAR

-
Guðrún Dís Emilsdóttir og Sólmundur Hólm verða þáttastjórnendur í spurningaþættinum Útsvari þegar þátturinn hefur göngu sína á ný 15. september. Gunna Dís og Sóli Hólm, sem unnu meðal annars saman í Virkum morgnum á Rás 2, leysa þau Sigmar Guðmundsson og Þóru Arnórsdóttur af hólmi.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps, segir að margir hafi komið til greina en niðurstaðan hafi verið sú að Sóli og Gunna Dís væru hárrétta fólkið í verkefnið. „Þau veru verðugir arftakar Simma og Þóru.

„Mér líst ótrúlega vel á þetta. Ég er búinn að bíða mjög þolinmóður eftir rétta tækifærinu í sjónvarpi,“ segir Sóli. Nokkuð er síðan þetta var ákveðið. „Ég er búinn að þurfa að halda kjafta í allt sumar um þetta, ég hef bara getað sagt allra nánustu frá þessu.“ Hann segir það mikinn heiður að fá að stökkva inn í jafn stóran þátt og Útsvar sem hafi átt mikilli velgengni að fagna. „Við Gunna nálgumst þetta verkefni fyrst og fremst af viðringu fyrir þeim sterka grunni sem Útsvarið byggir á.“

Gunna Dís segist spennt fyrir að taka til starfa í Útsvari. „Það er gaman að fá að taka við þessu kefli af Þóru og Simma. Þetta er skemmtilegur og vinsæll þáttur sem ég hef að sjálfsögðu fylgst með í gegnum árin. Ég vona bara að landsmenn gefi okkur Sóla séns.“

Gunna Dís fagnar því að vinna aftur með Sóla. „Hann var þriðja hjólið í Virkum morgun þannig að við þekkjumst út og inn. Það er frábært að fara í þetta prógramm með honum. Það verður sérstaklega skemmtilegt.

Það eru ekki aðeins ný andlit þáttastjórnenda sem blasa við þegar þátturinn hefur göngu sína á ný í haust. Það verða líka gerða einhverjar breytingar á þættinum. Gunna Dís segir þó að passað verði upp á að halda í það sem hefur virkað. Sóli tekur undir það. „Fólk mun taka eftir breytingum en ég held að það verði ekki þannig að það verði allt vitlaust,” segir Sóli og bætir við hlæjandi. „Ég vona ekki.“ (RÚV greinir frá).

Fara til baka


MYND GÆRDAGSINS

Lesa frétt ›JÓN GNARR Í ATVINNULEIT

Lesa frétt ›ÍSLENSKT DRAMA Í TORONTO

Lesa frétt ›HAFMEYJA Í GRINDAVÍK

Lesa frétt ›FLEGIÐ ER VEL ÞEGIÐ

Lesa frétt ›MÁLUM OG SKÁLUM

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Össi Árnason sjái sig knúinn til að selja þetta ágæta verk eftir Hugleik Dagsson út af heimilinu þar sem barni hans fer svo hratt fram í lestri. Gerið tilboð - gott verð.
Ummæli ›

...að þetta auglýsingaveggspjald hangi uppi í Iðnaðarsafninu á Akureyri og komið til ára sinna eins og sjá má – enda safngripur. Þarna segir þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, að hann geri allt fyrir íslenskan landbúnað nema koma nakinn fram.
Ummæli ›

...að þetta sé að verða mest lesna frétt dagsins og femínistar fara hamförum á Facebook.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. SAKSÓKNARI Í FLEGNUM BOL: Borist hefur póstur: --- Saksóknari í einu stærsta morðmáli síðari tíma er í afar flegnum bol undi...
  2. JÓHANN HAUKS YFIRGEFUR ÍSLAND: Jóhann Hauksson, fyrrum blaðafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttu eftir hrun og yfirmaðu...
  3. SKÚLI SIGAR HUNDI Á FÓLK: Athafnamaðurinn Skúli Mogensen ver land sitt í Hvammsvík í Hvalfirði með hörðu en um ástæðuna má...
  4. FLEGIÐ ER VEL ÞEGIÐ: Húsmóðir í Vesturbænum skrifar: --- Ég leyfi mér að mótmæla hneykslunarhellunum sem hafa verið að ...
  5. UPPNÁM HJÁ KYNNISFERÐUM: - Það nötraði allt og skalf á stjórnarfundi Kynnisferða í gær (þriðjudag) og honum lauk með því...

SAGT ER...

...að yfirleitt séu mánudagarnir alltaf eins.
Ummæli ›

...að í tengslum við málefnavinnu sósíalista efni Sósíalistaflokkurinn til samtals um mikilsverða málaflokka til að dýpka og skerpa umræðuna. Til samtalsins verður boðið fólki með sérfræðiþekkingu og reynslu af viðkomandi málaflokkum. Á sunnudaginn næsta, 27. ágúst, verður fjallað og spjallað um heilbrigðismál í Rúgbrauðsgerðinni kl. 10:00.
Ummæli ›

...að Maggi meistarakokkur, áður kenndur við Texasborgara en nú Sjávarbarinn á Granda, hefi verið óþekkjanlegur í ágústblíðunni á mótorhjólinu vel svalur að vanda.
Ummæli ›

...að sátt hafi náðst í stóra sjómannamyndamálinu á gafli Sjávarútvegshússins á Skúlagötu sem felst í því að fara alla leið. Skella upp frægustu sjómannamynd allra tíma; afa drengsins með tárið. Reyndar á eftir að spyrja Hjörleif Guttormsson hvort það sé í lagi. Og Ívar Gissuarson bætir við: Ég ætlaði mér aldrei að blanda mér í umræðuna um afmáða sjómanninn af Skúlagötuvegg. Brotthvarf sjómanna hefur oft verið harmþrungnara, svo ekki sé meira sagt. En ef einhverjum dettur í hug að setja þarna aftur sjómann á vegg, þá væri ekki vitlaust að hafa hann íslenskan í húð og hár.
Ummæli ›

Meira...