“Ég verð nú að segja að ég skammast mín fyrir að vera hundeigandi á Kjalarnesi dag,” segir Guðrún Magnúsdóttir.
“Á göngu minni nú í hádeginu hirti ég upp slatta af hundakúk. Mikið bara fyrir framan girðinguna hjá mér og svo sem leið lá meðfram ströndinni að skólanum. Ég á fullt af kúkapokum ef einhvern vantar slíkt en allavega er kominn tími til að girða sig í brók og hirða upp eftir hundinn sinn því þetta er ekki boðlegt og kemur óorði á alla eigendur hunda. Afsakið ef myndefni er ógeðfellt.”