GUÐNI MEÐ PUSSY RIOT

  Forsetahjónin með Pussy Riot eftir sýninguna í Þjóðleikhúsinu.
  Leikdómur lesanda:
  Þær stöllur sýndu álit sitt á Putin þegar ein þeirra meig (smekklega) á opinbera mynd af honum. Áhorfendur risu úr sætum og klöppuðu þær upp.
  Sýning Pussy Riot í Þjóðleikhúsinu í kvöld var kraftmikil og eftirminnileg. Farið var yfir söguna frá mótmælum eða helgispjöllum þeirra í dómkirkjunni, til fangelsunar, frelsunar, heimafangelsis og flótta – með tónlist, rappi, dönsum og videó.
  List þeirra er áhrifamikil ekki síst fyrir sína nöpru pólitísku vídd, en hættan sem stafar af Putin og hans pótintátum er alltumlykjandi, og hugrekki þeirra að bjóða honum birginn.
  Þannig hurfu vegabréfa hluta hópsins í London á leið hingað og er rússneska leyniþjónustan FSB sterklega grunuð um verknaðinn.
  Þær stöllur sýndu álit sitt á Putin þegar ein þeirra meig (smekklega) á opinbera mynd af honum. Áhorfendur risu úr sætum og klöppuðu þær upp.
  Fylgihlutir seldir í anddyri.
  Spurningin sem vaknar er hvort þær séu hluti af framtíð Rússlands eða Vesturlanda. Þannig kom fram hatur á öllu sem rússneskt má telja í stjórnartíð Putins, karllægum og trúarlegum gildum, en ást á konum, ótal fórnarlömbum hans í fangelsum í Rússlandi eða ukraínsku þjóðinni.
  Sýningargestir voru hvattir til að styðja barnaspítalann í Kænugarði.
  Auglýsing