GUÐDÓMLEG SKOÐANAKÖNNUN

Í úrtaki ársfjórðungsfjölritsins Hrepparígs voru þau Frímann fjallkóngur, Ísbjörg ritari og séra Sigvaldi.

Frímann ætlar að kjósa Guðna af því að hann rekst svo vel.

Ísbjörg ætlar að kjósa Guðmund af því að hann er svo óþægur strákur.

Séra Sigvaldi kaus utankjörstaðar í Haughúsasýslunni. Hann mundi bara að hann kaus G fyrir Guð.

Þetta er því æsispennandi: 50/50…fyrir Guð.

Auglýsing