GRJÓTAÞORPIÐ KALLAR

  Árið 1998 kynntist ég í fyrsta skipti hvernig það er að búa í Grjótaþorpinu. Fyrir þá sem ekki vita þá er það samansafn gamalla húsa rétt fyrir oftan Ingólfstorg sem sagt í hjarta 101. Þetta var við Grjótagötu í húsi sem Gerard, franskur kennari við Háskóla Íslands og fjölskylda eiga, en þau fóru alltaf til Suður Frakklands á sumrin og leigðu þá húsið út á meðan. Þetta var gott sumar, ég var nýfráskilinn, Melkorka dóttir mín kom aðra hverja helgi og við áttum góðar stundir í gömlu bláu húsi.

  Í beinu framhaldi af þessu fór ég að leita að íbúð á svæðinu en það var ekki fyrr 2001 að ég datt niður á gömlu prentsmiðjuna PÁS sem hafði verið við Mjóstræti alla mín lifstíð envar nú að hætta starfsemi. Ég stökk til og keypti og breytti í íbúð og undi mér vel. Hef nokkrum sinnum farið í burtu og leigt út á meðan en alltaf komið til baka.

  Þetta er kjallara/jarðhæðar íbúð, ekkert útsýni nema bakgarðurinn og gangstéttin þar sem útlendingar labba fram og til baka með töskur á hjólum því það er mikið um airbnb á svæðinu. Samt er þetta dásamlegur staður að búa á, aldrei hávaði, gamla Moggahúsið skyggir á Ingólfstorg svo þetta er eins og að búa úti í sveit. Ég sagði stundum í gamla daga að þetta væri samansafn af sérvitringum, það hefur litið breyst.

  Í fyrra hélt ég að ég vildi útsýni og flutti á Hjarðarhagann á efstu hæð í blokk með útsýni yfir nánast alla Reykjavík, tvennar svalir en alltaf togaði Mjóstrætið í mig. Og núna er ég sem sagt að flytja til baka .

  Það að flytja er nú ekki það skemmtilegasta sem ég geri en þegar ég er búinn að koma mér fyrir þá gleymi ég hversu leiðinlegt það er að flytja. Orðinn 71 og held að þetta sé bara orðið gott. Samt aldrei að segja aldrei.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.24 – Smellið! / Pistill no.23 – Smellið! / Pistill no.22 – Smellið! / Pistill no.21 – Smellið! / Pistill no.20 – Smellið! / Pistill no.19 – Smellið! / Pistill no.18 – Smellið! / Pistill no.17 – Smellið! / Pistill no.16 – Smellið! / Pistill no.15 – Smellið! / Pistill no.14 – Smellið! / Pistill no.13 – Smellið! / Pistill no.12 – Smellið! / Pistill no.11 – Smellið! / Pistill no.10 – Smellið! / Pistill no.9 – Smellið!/ Pistill no.8 – Smellið! / Pistill no.7 – Smellið! / Pistill no.6 – Smellið! / Pistill no.5 – Smellið! / Pistill no.4 – Smellið! / Pistill no.3 – Smellið! / Pistill no.2 – Smellið! / Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing