GRANDINN LAÐAR OG LOKKAR

  Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur farið fram á  samstarf við Reykjavíkurborg um bætta tengingu leiðarkerfis Strætó Vesturbær/Seltjarnarnes við Grandann í Reykjavík.

  Ástæðan er reglulegar fyrirspurnir Seltirninga um tengingar við þjónustu sem þeir sækja á Grandann. Má þar nefna banka, stórverslanir, og ýmsa aðra þjónustustaði sem flutt hafa þjónustu  sína  á Grandann.

  Eina tengin strætóleiða við Grandann er nú frá miðbæ Reykjavíkur þannig að til að komast út á Granda frá Seltjarnarnesi þarf að fara í miðbæinn og skipta þar um vagn. Rætt hefur verið um að breyta leið 14 eða leið 13 og er Seltjarnarnesbær tilbúinn að greiða fyrir kostnaðaraukningu samfara þessu í samvinnu við Reykjavíkurborg.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinLITTLE RICHARD (86)