GOTT AÐ ÞAU ERU AÐ KOMA HEIM

Helgi Hrafn Gunnarsson, 6. varaforseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, gestgjafinn Trevor Mallard, forseta nýsjálenska þingsins, og Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar.

Það sem hæst hefur borið í opinberri heimsókn forseta Alþingis til Nýja Sjálands síðustu daga er þingmannasamstarf, samvinna á sviði jarðvarma og möguleikar á sviði ferðaþjónustu og viðskipta. Ááætlað er að um 100 nýsjálenskir gestir sæki stóra jarðhitaráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík í lok apríl.

Með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í för eru Helgi Hrafn Gunnarsson, 6. varaforseti Alþingis, og Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, ásamt Jörundi Kristjánssyni, forstöðumanni forsetaskrifstofu.

Í dag liggur leiðin svo heim með viðkomu í Melbourne þar sem fundað verður með forseta öldungadeildar Ástralíuþings, Scott Ryan, og forseta fylkingsþingsins í Viktoríu, Colin Brooks.

Auglýsing