GOTT AÐ BÚA Í SMÁBÆ ÚT Á LANDI

    Ragga á Dalvík: "Og við ánægðari því við þurfum ekki að ströggla."

    “September var fyrsti mánuðurinn sem við áttum afgang í lok mánaðar og sparnað,” segir Ragga sem flutti til Dalvíkur frá Akureyri og kynntist þar nýjum veruleika:

    “Eftir að við fluttum í smábæ og ég með helmingi hærri laun en síðasta vinnan sem ég var í. Útgjöldin eru líka helmingi lægri en þegar við bjuggum á Akureyri. Þetta var góð ákvörðun. Hærri laun, lægri leiga, töluvert minni bensínkostnaður, allt í göngufæri, skipulagðari innkaup, minni matarsóun og allt almennt betra. Ég sakna Akureyrar en hér gengur allt miklu betur. Og við ánægðari því við þurfum ekki að ströggla. Hér erum við öll að blómstra í okkar, vinnu, skóla og áhugamálum. Kostir og gallar við allt auðvitað, en ekkert sem háir okkur. Þetta er ekki fyrir alla skiljanlega en sem betur fer hentaði þetta okkur.”

    Auglýsing