Rannveig Eir Einarsdóttir og Hilmar Þór Kristinsson hafa sótt um að setja upp golfherma á Eyjarslóð 9 á Granda og til þess stofnað Golffélagið.
Rannveig rekur Sandhótel á Laugavegi við hlið og yfir Verslun Guðsteins sem þau eiga einnig. Hilmar var sjóðsstjóri Kaupþings á meðan það var og hét fyrir hrun.
Umsóknin: Fasti eignarhaldsfélag ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík. Sótt er um leyfi til að afmarka og innrétta rými fyrir golfherma sem verður rými 0105, í rými 0102, lager í atvinnuhúsi á lóð nr. 9 við Eyjarslóð. Erindi fylgir yfirlit yfir breytingar. Gjald kr. 12.100. Frestað.Vísað til athugasemda.