GÓÐUR DAGUR

    “Frábærar fréttir,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um nýja skoðanakönnun sem sýnir sterka stöðu hans – þrátt fyrir allt:

    “Á miðju kjörtímabili í borginni vex fylgið við meirihlutaflokkana og er 58%. Sjálfstæðis og Miðflokkur dala og FF dettur út. Fá samtals 30%. Rothögg.
    Ég viðurkenni í fyllstu einlægni að síðustu tvö ár hafa ekki verið einföld eða einhver samfelldur dans á rósum. Þegar ég lá veikur af gigtinni haustið 2018 á meðan andstæðingarnir fóru hamförum í fjölmiðlum daglega var einhver erfiðasti tími sem ég man eftir á ferlinum. Þess vegna þykir mér vænna um þessa niðurstöðu en flestar aðrar kannanir. Og sérstaklega ánægjulegt að öllum samstarfsflokkunum gengur vel. Já, þetta fyllir mig bæði þakklæti og gleði. Takk innilega!”

    Auglýsing