GODDUR Í GUFUNESIÐ

    Á síðasta fundi borgarráðs Reykjavíkur var samþykktur kaupsamningur um þrjár tilgreindar fasteignir á Gufunessvæðinu auk byggingarréttar milli Reykjavíkurborgar og  Loftkastalans.

    Reykjavíkurborg hefur með stefnumörkun og skipulagssamkeppni ákveðið að á nýjum lóðum, sem afmarkaðar verða með nýju deiliskipulagi, komi starfsemi sem einkum tengist kvikmyndagerð með einum eða öðum hætti.

    Kaupandi er félag með aðalstarfsemi sína á sviði almenns viðhalds og nýsmíði, leikmyndagerðar, nýsköpun og hönnun, þróun á vélum og  verkfærum, aðstoð við listamenn og kennslu.

    Aðaleigandi félagsins er Inga Lóa Guðjónsdóttir en hennar samstarfsmenn eru Hilmar Páll Jóhannesson leikmyndasmiður, Guðmundur Oddur  Magnússon (Goddur) og Bióhljóð. Þessi hópur vinnur  mikið fyrir stóru kvikmyndafélögin, leikhús og auglýsingafyrirtæki.

    Auglýsing