GNARR Á RAFSKUTLU ÚT Í SJOPPU

    “Þetta er snilld,” sagði Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík, sem skutlaðist út í sjoppu á rafbretti líkt og afi í vísunni sem fór á honum Rauð eitthvað suður á bæi, að sækja bæði sykur og brauð, sitt af hvoru tagi.

    “Ég var á þessu í dag tæki í dag og skildi svo eftir fyrir utan heima. Þegar ég þurfti að skjótast út í Pétursbúð áðan þá stóð rafskutlan þarna enn þannig að ég tók hana aftur eins og ekkert væri. Þetta er snilld,” sagði Jón Gnarr og hvarf hljóðlaust út í myrkrið, heim aftur á græjunni.

    Auglýsing