GLÓ Á BENSÍNSTÖÐVAR

    Vænta má breytinga á fæðuframboði á bensínstöðvum Skeljungs eftir að athafnakonan Ingibjörg Pálmadóttir komst þar til áhrifa með að kaupum á hlutafé í félaginu í nokkrum stórskömmtum síðustu misseri. Til stendur að setja heilsufæði veitingastaðarins Gló inn á bensínstöðvarnar í stað pulsu og hamborgarajukksins sem þara hefur verið.

    Gamall og traustur viðskiptafélagi þeirra Ingibjargar og eiginmanns hennar, Jóns Ásgeirs, er Birgir Bieltvedt (barnsfaðir Lilju Pálmaddóttur systur Ingibjargar) sem eignast hefur Gló og þar liggja tengslin sem verða til þess að hresst verður upp á bensínsjoppurnar með heilnæmu fæði í takt við nýja tíma.

    Auglýsing