GLÆISIHÖLL Á FJÖLNISVEGI PAKKAÐ INN EINS OG JÓLAPAKKA

  Búið er að pakka einu þekktasta og eftirsóttasta einbýlishúsi landsins, Fjölnisvegi 11, inn eins og jólapakka. Pökkunin er mjög þétt þannig að ekki er verið að hlífa húsinu vegna viðgerða og tæpast er verið að taka kvikmynd innandyra því á pakkanum eru ekki neinar dyr.

  Fjölnisvegur 11 hefur um árabil gengið kaupum og sölu á milli helsti fjármálaspekúlanta þjóðarinnar og má þar nefna Toyotaerfingja, Skúla í WOW, Hannes Smára í FLGroup og Guðmund í Brimi – nú Granda.

  Sumir þeirra hafa keypt húsið oftar en einu sinni og jafnvel tengt við nágrannahús.

  Ef þetta er jólagjöf þá er hún sú glæsilegasta um aldaraðir og spurningin: Hver er sú heppna?

  Sjá tengda frétt hér.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinHEBBI (65)