Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

BAÐSTOFUGISTING Á 18 ÞÚSUND

Sænautasel á Jökuldalsheiði er eitt snjallasta birtingarform íslenskrar ferðaþjónustu og skákar bæði Geysi og Gullfossi í einfaldleik sínum.

Í Sænautaseli er hægt að fá gistingu í baðstoðu frá 19. öld á 18 þúsund krónur nóttina en þar getur heil fjölskylda hafst við með eldhúsaðstöðu frá sama tíma. Upppantað hefur verið í allt sumar.

Í þjónustuhúsi í jafn gömlu fjárhúsi rétt hjá er boðið upp á veitingar, kaffi og kakó og nýbakaðar lummur með rjóma og jarðarberjasultu úr túnfætinum.

Búið var í Sænautaseli í hundrað ár frá miðri nítjándu öld og fram á þá tuttugustu en bærinn stendur við Sænautssvatn sem er fullt af bleikju en ekki sænautum eins og ætla mætti.

En hvað er sænaut eða sækýr?

Sækýr eiga enga þekkta óvini nema manninn, vegna þess hve hægt þær fara, en meðal hraði þeirra er þrír til fimm km á klukkustund og að þær sækja mest af fæðu sinni nálægt árbökkum og ströndum þá lenda þær oft í árekstrum við hraðbáta, sjóþotur og veiðafæri manna. Sækýr hafa þykka grófa húð, stutta og breyða hreyfa og flatann breiðann sporð. Nasir þeirra lokast Þegar þær kafa og lungu þeirra liggja langsum ólíkt öðurm spendýrum en það eykur jafnvægi þeirra í vatninu. Þær eru með marga vöðva sem umlykja lungun og gera að verkum að þær geta andað hraðar frá sér en önnur sepndýr og því verið fljótar að fara í kaf aftur. Sækýr geta kafað í allt að 15 mínútur í einu en venjlega koma þær upp til að anda á þriggja til fimm mínútna fresti. Sækýr hafa engin ytri eyru en þær hafa mjög stór innri eyru og heyra mjög vel, þær gefa frá sér margskonar hljóð og nota þau í samskiptum sín á milli, hver móðir hefur sérstakt hljóð fyrir sinn kálf og hver kálfur ákveðið hljóð fyrir sína mömmu, þegar þær eru á sundi haldast þær oft í hendur (hreyfa). Sækýr eru mikið fyrir að snerta hver aðra og hjálpast að við að hreinsa snýkjudýr og gróður sem festist á þeim. Þær eru félagslyndar en þurfa samt að hafa visst svigrúm útaf fyrir sig, þær ferðast oft í hópun en líka einar, það er engin foringi og allir jafn réttháir í hópnum. Sækýr á öllum aldri leika sér og oft saman, þær eiga auðvelt með að læra og bregðast fljótt við nýjum áreitum.

Sænaut

Fara til baka


MYND GÆRDAGSINS

Lesa frétt ›JÓN GNARR Í ATVINNULEIT

Lesa frétt ›ÍSLENSKT DRAMA Í TORONTO

Lesa frétt ›HAFMEYJA Í GRINDAVÍK

Lesa frétt ›FLEGIÐ ER VEL ÞEGIÐ

Lesa frétt ›MÁLUM OG SKÁLUM

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Össi Árnason sjái sig knúinn til að selja þetta ágæta verk eftir Hugleik Dagsson út af heimilinu þar sem barni hans fer svo hratt fram í lestri. Gerið tilboð - gott verð.
Ummæli ›

...að þetta auglýsingaveggspjald hangi uppi í Iðnaðarsafninu á Akureyri og komið til ára sinna eins og sjá má – enda safngripur. Þarna segir þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, að hann geri allt fyrir íslenskan landbúnað nema koma nakinn fram.
Ummæli ›

...að þetta sé að verða mest lesna frétt dagsins og femínistar fara hamförum á Facebook.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. SAKSÓKNARI Í FLEGNUM BOL: Borist hefur póstur: --- Saksóknari í einu stærsta morðmáli síðari tíma er í afar flegnum bol undi...
  2. JÓHANN HAUKS YFIRGEFUR ÍSLAND: Jóhann Hauksson, fyrrum blaðafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttu eftir hrun og yfirmaðu...
  3. SKÚLI SIGAR HUNDI Á FÓLK: Athafnamaðurinn Skúli Mogensen ver land sitt í Hvammsvík í Hvalfirði með hörðu en um ástæðuna má...
  4. FLEGIÐ ER VEL ÞEGIÐ: Húsmóðir í Vesturbænum skrifar: --- Ég leyfi mér að mótmæla hneykslunarhellunum sem hafa verið að ...
  5. UPPNÁM HJÁ KYNNISFERÐUM: - Það nötraði allt og skalf á stjórnarfundi Kynnisferða í gær (þriðjudag) og honum lauk með því...

SAGT ER...

...að yfirleitt séu mánudagarnir alltaf eins.
Ummæli ›

...að í tengslum við málefnavinnu sósíalista efni Sósíalistaflokkurinn til samtals um mikilsverða málaflokka til að dýpka og skerpa umræðuna. Til samtalsins verður boðið fólki með sérfræðiþekkingu og reynslu af viðkomandi málaflokkum. Á sunnudaginn næsta, 27. ágúst, verður fjallað og spjallað um heilbrigðismál í Rúgbrauðsgerðinni kl. 10:00.
Ummæli ›

...að Maggi meistarakokkur, áður kenndur við Texasborgara en nú Sjávarbarinn á Granda, hefi verið óþekkjanlegur í ágústblíðunni á mótorhjólinu vel svalur að vanda.
Ummæli ›

...að sátt hafi náðst í stóra sjómannamyndamálinu á gafli Sjávarútvegshússins á Skúlagötu sem felst í því að fara alla leið. Skella upp frægustu sjómannamynd allra tíma; afa drengsins með tárið. Reyndar á eftir að spyrja Hjörleif Guttormsson hvort það sé í lagi. Og Ívar Gissuarson bætir við: Ég ætlaði mér aldrei að blanda mér í umræðuna um afmáða sjómanninn af Skúlagötuvegg. Brotthvarf sjómanna hefur oft verið harmþrungnara, svo ekki sé meira sagt. En ef einhverjum dettur í hug að setja þarna aftur sjómann á vegg, þá væri ekki vitlaust að hafa hann íslenskan í húð og hár.
Ummæli ›

Meira...