GETNAÐARHELGIN BLÁSIN AF

Litlu tásurnar heitir þessi mynd Steina pípara.

Steini pípari sendir myndskeyti:

Steini pípari

Þeir sem sinna tómstundum fólks kvarta yfir að framboðið sé svo mikið að það fækki í hverju fyrir sig. Þá eru menn svo önnum kafnir, að þeir geti ekki sinnt hlutunum. Allt er orðið breytt frá því að ég var ungur. Þá var sjónvarpið eina nútíma afþreyingin og það hafði jú hlé einu sinni í viku til að menn gætu sinnt mikilvægustu hlutum lífsins.

Um verslunarmannahelgina hafa menn sleppt farsímum, tölvum og jafnvel sjónvarpi og sinnt náttúrunni betur en aðra daga ársins. Þetta hefur bjargað því sem bjargað verður til að halda við Íslendingum. Nú er þessi mikilvæga getnaðarhelgi blásin af. Tónlistarmenn hafa viljað bjarga hlutunum og bjóðast til að leika tónlist á meðan getnaði stendur en verðlagningunni er ekki stillt í nægjanlegt hóf. Líklega verður ríkisstjórnin að styrkja þann þátt ef það gæt bjargað.

Auglýsing