GET YOUR BODY BACK

Elva og fyrirsagnirnar.

“Stundum óska ég þess að vera samfélagsmiðlastjarna. Til dæmis í kvöld, þegar ég fór að velta fyrir mér líkamsmynd kvenna eftir barnsburð. Konur upplifa margar hverjar þvílíkan þrýsting um að komast aftur í form eða “get your body back”. Sem er ekki skrýtið,” segir Elva Ágústdóttir sem fjallað hefur um lífstíl kvenna og bætir við:

“Í því útlitsdýrkandi samfélagi sem við búum í og umkringd endalausri umræðu um líkama kvenna, er ekki skrýtið hve margar spá í þetta og upplifa óánægju í garð líkamans. Útlit kvenna er endalaust undir smásjá. Hver einasta felling og hvert einasta slit er rætt og oftast gagnrýnt. Sem er svo magnað þegar við hugsum út í það að ÞEIR GENGU EKKI EINU SINNI MEÐ BARNIÐ!!!! Getum við plís gert Mumbod eða Mömmulíkaminn að einhvers konar trendi? Það er gríðarlega mikilvægt að vera með sýnilegt mótvægi gegn þessum útlitsþrýstingi. Sýnum alls konar líkama. Sýnum bumbur, slit&ör. Svo konur geti séð konur sem líkjast þeim. Svo þær geti séð að þeirra líkami er ekki ljótur, gallaður eða verri. Nenniði plís að gera mig að Instagramstjörnu með því að fylgja mér svo #mömmulíkaminn verð magnað átak.”

Auglýsing