GESTIR SITJA Á BJÓRKÚTUM – MÁLIÐ LEYST

    Róbert og nýju fjölnota sætin.

    “Hér vinna menn með praktískar lausnir,” segir Róbert Ólafsson veitingamaður á Forréttabarnum í Nýlendugötu, einum vinsælasta veitingastað höfuðborgarinna og þá ekki síst hjá erlendum ferðamönnum sem margir eru fljótir að greina á milli gæða og tilgerðar.

    “Okkur vantaði fleiri sæti og líka pláss fyrir tóma bjórkúta. Málið er leyst. Verið velkomin í nýja loungehornið okkar,” segir Róbert ánægður með hugmyndina þar sem hann sló tvær flugur í einu höggi.

    Auglýsing