GERA LÍTIÐ ÚR ÓLA UMFÓ

    Sérfræðingar í umferðarmálum gefa lítið fyrir tillögur Ólafs Guðmundssonar, sem jafnan er sjálfur titlaður sérfræðingur í umferðaröryggismálum þegar Ríkissjónvarpið kallar hann til.

    “Við eigum bara að ráðast að rót vandans sem er það að við eigum að setja brýr eða undirgöng þarna og leysa þetta,” segir Ólafur um hættuna við Hringbraut sem verið hefur í fréttum.

    Þessu er Samúel Torfi Pétursson samgöngufræðingur ekki sammála, birtir mynd af kappakstursbíl og segir:

    “Þegar þú starfar fyrir samtök um bætt umferðaröryggi sem styrkt eru af FIA og samtökum evrópskra bílframleiðenda er kannski ekkert skrýtið að þetta sé framtíðarsýnin þín fyrir Hringbraut.”

    Auglýsing