GEIR Í FRÍ FRÁ BORGARSTJÓRN

Skrifstofu borgarstjórnar hefur borist tilkynning frá Geir Finnssyni sem skipaði fjórða sæti
framboðslista Viðreisnar í síðustu sveitarstjórnarkosningum um að hann hafi ekki tök á að taka sæti í borgarstjórn frá 1. ágúst 2023 til 9. janúar 2024. 
Með vísan til ákvæða 37. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar er óskað eftir að forsætisnefnd leiti staðfestingar borgarstjórnar á beiðni Geirs.

Geir heitir eftir afa sínum, Geir Hallgrímssyni, fyrrum borgarstjóra í Reykjavík og forsætisráðherra.

Auglýsing