GEIR Í DELERIUM BUBONIS

  “Heill sé þér, stjórngarpur slyngi!  Já, hver er betri í faginu hjá Frelsisbandalaginu? Þú átt að vera á þingi með sjálfum kjaftaskjóðunum hjá Sameinuðu þjóðunum. Ég held varl’ að langtími líði áður en á hankanum í Alþjóðlega bankanum hangi þinn hattur með prýði. Húrra fyrir mér og þér!”

  Svo segir í söngleiknum fræga Delerium Bubonis eftir bræðurnar Jón Múla og Jónas Árnasyni sem frumsýndur var í Iðnó fyrir rúmlega hálfri öld og trekkti til sín áhorfendur af landinu öllu.

  Nú skýst Geir Haarde, líkt og í tímavél, beint inn í þennan söngleik þegar ákveðið hefur verið að setja hann í stjórn Alþjóðabankans fyrir Íslands hönd um svipað leyti og landsmenn spyrja sig: Hvert fór gjaldeyrisforði þjóðarinnar sem Geir afhenti banksterum í Kaupþingi fyrir tíu árum?

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSUNNUDAGSSPEKIN