GEGGJUÐ STAÐA GUÐMUNDAR

    Íþróttaálfur skrifar:

    Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í hanbbolta stígur ölduna í ólgusjó sneypufarar á HM. Segir hann upp eða verður rekin? Hann er reyndar með samning fram yfir Ólympíuleikana 2024 sem er fjarlægur draumur eins og staðan er.

    Miklar vonir voru bundnar við liðið sem átti að vinna til verðlauna á HM og HSÍ er líklegt til að taka á málunum enda kraumandi óánægja meðal styrktaraðila.

    Arftakarnir? Þórir, Guðmundur og Kristján.

    Strax er farið að ræða um arftaka Guðmundar og þar eru þrír líklegastir: Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfi kvenna í Noreegi, Kristján Andrésson sem gerði það gott með sænska landsliðið og svo, sem er ólíklegasti kosturinn, Dagur Sigurðsson þar sem hann er með gullsleginn samning við Japana út Ólympíuleikana 2024.

    Auglýsing