Skorað hefur verið á forráðamenn Kaffi Vest að opna kaffihús í Garðabæ. Það Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ sem skorar á þá. Gísli Marteinn sjónvarpsstjarna og hluthafi í Kaffi Vest hefur sínar efasemdir um þetta:
“Gallinn er að við erum ekkert bisnessfólk. Kaffi Vest er ástríðuverkefni til að gera samfélag okkar betra. Hugmyndafræðin fer saman við hugmyndafræði fólks í 107. Sjálfbært hverfi, gott borgarlíf, gangandi, hjólandi. Ekki viss um að við kunnum á Garðabæ. En öll velkomin til okkar!”