GAMLA MYNDIN AF GNARR

“Ekkert grín hér, bara ungur maður í starfsþjálfun sem leiddi ekki til fastráðningar. Skyrtan og jakkinn pottþétt úr Hertex. Hairdo by me. Gleraugun Volvo Benefit. Sat svo í bílnum mínum sem var húðlitur Simca Talbot og bara grét. Nokkrum árum seinna var ég djúpt sokkinn í grínið,” segir Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri, leikari og handritshöfundur.

“Já og úrið. Það var einhver fullur kall sem setti það í pant þegar ég var leigubílstjóri, sótti það ekki og eftir ár hirti ég það bara. Fannst ég helvíti flottur með það.”

Auglýsing