GAMBLER 500 Á ÍSLANDI

  Ein af druslunum sem keppir í Gambler 500 á Íslandi.

  Þeir eru ekki fallegir bílarnir hjá Gambler 500 en samt er veðjað á þá, stundum háum upphæðum, um hvaða drusla kemst lengst í torfærum.

  Gambler 500 er félagsskapur í Oregon í Bandaríkjunum og eru félagsmenn mörg þúsund. Keppnin gengur út á að bílinn má ekki kosta meira en 500 dollara (60 þús.) og svo er látið á það reyna hver kemst lengst. Gambler 500 hefur fengið leyfi til að keppa á hálendi Íslands og þeir lofa að aka ekki utanvegar, segjast aldrei gera það. En tína hins vegar upp allt rusl sem þeir sjá og færa til byggða. Og bílana líka.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSUZANNE VEGA (60)
  Næsta greinSAGT ER…