GAMALL KALL HUGSAR UPPHÁTT

  Ferðaiðnaðurinn er mjög ungur að árum hér á landi, en eins og þú (lesandi góður) veizt þá rak ég Hótel Borg í 10 ár (´93 -´03) og tala því af smá reynslu.

  Hótelherbergjum hefur fjölgað um mörg hundruð prósent og starfsfólki í greininni um þúsund og aftur þúsund. En nú er allt komið í óefni og af eðlilegum ástæðum er fólk í iðnaðinum uggandi og hrætt um framtíð sína, sinna fyrirtækja og starfsmanna sem eru eðlieg viðbrögð. En spurningin er þessi: Fyrir nokkrum árum voru öll þessi fyrirtæki og störf þeim tengd ekki til. Hvar var þetta fólk þá? Við hvað vann það og starfaði? Ég spyr því það eru í raun minna en 10 ár síðan allt þetta fólk hafði eitthvað annað lifsviðurværi.

  Geta menn/konur snúið sér að sínu gamla starfi aftur eða hafa þau störf horfið? Erum við (þjóðin) búinn að flytja svo mikið inn af erlendu vinnuafli að það er ekki lengur þörf eða pláss fyrir þetta fólk lengur í sínum gömlu störfum? Eða eru þessi fyrri störf fólks í ferðaiðnaðinum ekki lengur álitlegur kostur eftir að hafa kynnst hinum nýja starfsvettvangi?

  Er þetta sama staða og setjarar stóðu frammi fyrir þegar tölvan tók af þeim vinnuna í prentsmiðjunum eða kertagerðarmenn þegar ljósaperan kom til sögunnar eða þegar síldin á Siglufirði hvarf? Og svo framvegis…

  Þýðir lítiðt að gráta Björn bónda heldur safna liði. Eða bíða eftir að síldin komi aftur.

  Kannski er þolinmæðin lykillinn að Paradís.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.18 – Smellið!

  Pistill no.17 – Smellið!

  Pistill no.16 – Smellið!

  Pistill no.15 – Smellið!

  Pistill no.14 – Smellið!

  Pistill no.13 – Smellið!

  Pistill no.12 – Smellið!

  Pistill no.11 – Smellið!

  Pistill no.10 – Smellið!

  Pistill no.9 – Smellið!

  Pistill no.8 – Smellið!

  Pistill no.7 – Smellið!

  Pistill no.6 – Smellið!

  Pistill no.5 – Smellið!

  Pistill no.4 – Smellið!

  Pistill no.3 – Smellið!

  Pistill no.2 – Smellið!

  Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing