GÁMAHÓTEL RÍS Á METHRAÐA Í KEFLAVÍK

    Hótelherbergin komu til Keflavíkur þann 7. ágúst. Mynd: Víkurfréttir.
    Nýtt 150 herbergja Marriot hótel rís nú á methraða við Aðaltorg í Keflavík (skammt frá flugvellinum). Hótelherbergin komu í gámaeiningum (samt stærri en venjulegir gámar) með kínversku flutningaskipi til Keflavíkur þann 7. ágúst síðastliðinn. Inni í hverjum “gámi” eru tvö fullbúin hótelherbergi, bara eftir að tengja lagnir við þau.
    Aðeins tveimur dögum síðar, þegar þessi mynd var tekin, var búið að stafla upp 50 af þeim 78 einingum sem voru um borð í skipinu. Áður var búið að steypa upp grunn hótelsins og stigaganga.
    Auglýsing