GAGARIN (85)

Yuri Gagarin, fyrsti maðurinn sem skotið var út í geiminn, hefði orðið 85 ára í dag. Hann lést aðeins 34 ára, þjóðhetja Rússa, en meginástæðan fyrir því að honum var skotið út í geim var að hann var aðeins rétt rúmur hálfur annar meter á hæð (1,57 m) og passaði því betur í þröngt geimfarið en aðrir stærri. Þetta var 12. apríl 1961. Gagarin fórst síðan í flugslysi 1968 og er dauði hans enn óleyst gáta – svona eins og með Kennedy í Dallas um svipað leyti.

Auglýsing