GÆLUVERKEFNI OG MÖMMULEIKUR BORGARSTJÓRNAR

  Það duttu af mér allar dauðu lýsnar núna um helgina. Þannig er nú mál með vexti að ég er að flytja aftur í Mjóstrætið en meðan verið er að gera íbúðna klára þá hefi ég fengið að dvelja í smá tíma á 4ðu hæð í dásamlegri nýbyggðri íbúð við Tryggvagötu. Útsýnið snýr í norður í átt til Esjunnar en Esjan er eitt fallegasta fjall sem ég hefi auga barið (ég er blinur á öðru). Fyrir nokkrum árum fór ég vikulega upp að steini sem kallað er þannig að ég er smá hlutdrægur þegar kemur að því að dæma Esjuna.

  Jæja, þetta er nú ekki aðal umræðuefni þessa pistils. Það sem rak lýsnar á braut var þetta stóra og flotta leiksvæði sem borgin hefur látið útbúa við hafnarbakkan fyrir framan Hafnarhúsið / Listasafn Reyjavíkur á ská við Tollstöðin og Kolaportið. Ég ímynda mér að þetta stóra leiksvæði spanni yfir hátt í 100 bílastæði. Á þessu stæði sá ég þá daga sem sólin skein um helgina svona c.a. 15 í mesta lagi 20 unglinga sem flestir voru á hjólabrettum en hjólabrettaaðstaðan nær yfir nálægt 1/3 af svæðinu. Þegar sólin skín ekki eru mun færriog minna um að vera, t.d. núna á þessari stundu sem ég sit hér og skrifa er þarna enginn, klukkan er 13.00 og skólar flestir komnir í sumarfrí þannig að því er ekki um að kenna að börnin séu í skóla.

  Það hefði verið skemmtileg hugmynd að setja þetta flotta svæði upp t.d. í Hjómskálagarðinum. Krakkar sem sækja þetta svæði þurfa felst að koma í strætó svo það skiptir ekki máli hvar það er. Þeim er eflaust flestum sama um útsýnið við höfnina enda er Hljómskálaumhverfið ekki síðra. Hefði mátt skipuleggja það með styttugarðinum sem ég minntist á í einum af mínum pistlum í maí.

  Skil ekki afhverju það þarf að taka öll þessi bílastæði undir svona lítið notað skemmtisvæði. Vissulega eru mörg bílastæði undir jörðinni í miðborginni en það er bara ekki það sama þegar maður er að fara í miðbæinn (miðborgina) að þurfa að fara ofan í ópersónulegan kjallara sem er hálfgert völundarhús eða getað “parkerað” ofan jarðar.

  Ofan á allt annað á að fara að fækka bílastæðum hinum megin við Tollstöðina. Þetta er ósanngjarnt. Mér vitanlega vill enginn venjulegur borgarbúi þessar framkvæmdir. Þer alltaf verið að búa til leikmyndir fyrir útlendinga en ég hefði haldið að borgin væri fyrir okkur en ekki túrista. Ég skil þetta ekki, lítur út fyrir að vera gæluverkefni og mömmuleikur.

  Hvað heldur borgarstjórn að við séum? Þegnar í ríki konungs? Nei, við erum íbúar og þetta er borgin okkar.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.25 – Smellið!

  Pistill no.24 – Smellið! / Pistill no.23 – Smellið! / Pistill no.22 – Smellið! / 

  Pistill no.21 – Smellið! / Pistill no.20 – Smellið! / Pistill no.19 – Smellið! / 

  Pistill no.18 – Smellið! / Pistill no.17 – Smellið! / Pistill no.16 – Smellið! / 

  Pistill no.15 – Smellið! / Pistill no.14 – Smellið! / Pistill no.13 – Smellið! / 

  Pistill no.12 – Smellið! / Pistill no.11 – Smellið! / Pistill no.10 – Smellið! / 

  Pistill no.9 – Smellið!/ Pistill no.8 – Smellið! / Pistill no.7 – Smellið! / 

  Pistill no.6 – Smellið! / Pistill no.5 – Smellið! / Pistill no.4 – Smellið! / 

  Pistill no.3 – Smellið! / Pistill no.2 – Smellið! / Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing