Steini pípari sendir myndskeyti:
—
Nú þegar aðeins mánuður er til jóla eykst spennan allverulega hjá blessuðum börnunum. Þá hefst nýr kafli í ævi yngstu barnanna þar sem foreldrar og uppalendur sannfæra börnin sín um fyrstu ósannindin en þau eru að jólasveininn sé raunverulegur.
Ég velti því fyrir mér hvort þessi lærdómur í æsku móti menn síðar, sumir eru e.t.v. alltaf að leita að jólasveinum og margir þeirra fara þangað þar sem þeir eru flestir, þ.e. á Alþingi. Margir þeirra hafa fundið að besta er að halda við hefðinni og segja minna satt en logið.
Dettur einhverjum einhver einn í hug framar öðrum?