FYRSTU KAUPENDUR OG VERÐTRYGGING EKKI VANDAMÁLIÐ

    Sæunn segir: "Seðlabankinn er að viðhalda og auka stéttaskiptingu í þessu landi í stað þess að slá á putta hinna ríku sem græða á breytingunum."

    “Ég er viðskiptafræðingur af fjármálasviði, löggiltur  verðbréfamiðlari, master í alþjóðaviðskiptum. Skrifaði BS ritgerð um verðtryggingu íbúðalána, handreiknað greiðsluflæði ýmiss konar lána. Þori að fullyrða að fyrstu kaupendur eru ekki vandamálið og ekki verðtryggingin heldur,” segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir og heldur áfram:

    “Eignamyndun einstaklinga í fasteignum er miklu tengdari hækkun markaðsverðs en niðurgreiðslu höfuðstóls. Við borgum flest leigu eða lánaafborganir af heimilum okkar. Það ætti að vera sjálfsagt að fá að borga minna af eigin húsnæði (lán) en meira af fasteign annarra (leiga).
    Ímyndum okkur fólk sem hefur staðið skil á 250 þúsund leigugreiðslum í mörg ár. Í gær fengu þau greiðslumat upp á 115 þúsund króna afborgun á mánuði, mánaðarleg byrði lækkar um 135 þúsund. Í dag þurfa þau að standast mat upp á 180.000 til að vernda hagkerfið og fá því ekki lán. Make it make sense.

    Það að hindra innkomu fólks á fasteignamarkað og festa það endanlega í klóm leigumarkaðarins veldur enn meiri neyð og fátækt. Seðlabankinn er að viðhalda og auka stéttaskiptingu í þessu landi í stað þess að slá á putta hinna ríku sem græða á breytingunum.

    Hvað með að: 1) skattleggja rækilega hagnaðardrifna útleigu íbúðarhúsnæðis, 2) skattleggja íbúðaeign einstaklinga umfram eina, 3) liðka verulega fyrir byggingu smáíbúða non-profit félaga, 4) taka greiðslusögu leigjenda gilda sem sönnun á greiðslugetu afborgana.”

    Auglýsing