FYRSTI FERSKVÖRU KAUPMAÐURINN Í KÓPAVOGSHREPPI

    Guðni kaupmaður í Kársneskjöri.
    Kaupmannssonurinn Þorkell.

    “Í dag 22. janúar 2023, eru liðin 100 ár frá því pabbi fæddist. Hann var fyrsti kaupmaðurinn sem náði að fóta sig í rekstri matvöruverslunar sem bauð upp á ferskvörur í Kópavogshreppi,” segir Þorkell Guðnason og minnist föður síns, Guðna Þorbergssonar kaupmanns:

    “Frá 1950 á Kársnesbraut 1, þar sem “Guðnabúð” hét formlega Fossvogsbúðin og svo byggði hann við Borgarholtsbraut 71, flutti “Guðnabúðina” þangað 1960, nefndi Kársneskjör og rak hana sjálfur til 1973, þegar hann var fenginn til starfa sem skrifstofustjóri Kaupmannasamtaka Íslands. Hann gat sér hvarvetna gott orð – Gott er góðra að minnast.”

    Auglýsing