FYRRUM TENGDASONUR JÓNS BALDVINS MEINTUR ELTIHRELLIR

  Marco Brancaccia og Jón Baldvin.

  Fyrrum tengdasonur Jóns Baldvins Hannibalssonar átti í ástarsambandi við eiginkonu breska stórleikarans Colin Firth og nú vænir sú hann um að vera eltihrelli.

  Livia Giuggioli og Colin Firth saman á ný.

  Málið hefur vakið mikla athygli enda ástir og örlög stórstjarna í spilinu.

  Hin ítalska Livia Giuggioli, eiginkona Colin Firth, hefur kært landa sinn, Marco Brancaccia, fyrir að hóta sér bæði í síma og með textaskilaboðum og viðurkennir um leið að þau hafi átt í stuttu sambandi á þeim tíma sem Colin og hún gerðu hlé á hjónabandi sínu en Livia og Marco þekktust úr æsku. Colin og Livia tóku svo saman aftur og þá fór eltihrellirinn í gang.

  Sem fyrr segir var Marco Brancaccia tengdasonur Jóns Baldvins um tíma og vakti forræðisdeila sem hann stóð í hér á landi mikla athygli – sjá hér!

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…