FYRRUM RÁÐHERRA Í SAMHJÁLP

    Eygló Harðardóttir hefur tekið sæti í stjórn Samhjálpar. Eygló þekkir vel til starfseminnar  sem fyrrum ráðherra félags – og húsnæðismála. Samhjálp fagnar liðsinnis hennar heilshugar og býður hana velkomna til starfa.

    Samhjálp félagasamtök hafa starfað að góðgerðarmálum og hjálparstarfi í rúm fjörutíu ár og rekið meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot. Á Kaffistofu Samhjálpar eru gefnar um 67.000 máltíðir árlega. Samhjálp rak gistiskýlið til margra ára en í dag sér velferðarsvið Reykjavíkur um reksturinn. Þá rekur Samhjálp áfanga- og stuðningsheimilin Spor, Brú, M18 og N30.

    Auglýsing