Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

FYRRUM BORGARSTJÓRI Í HUNDASKÍT

“Svífur að haustið,” segir Markús Örn Antonsson borgarstjóri í Reykjavík 1991-1994:

“Árla í morgun skein sólin lægra á lofti en verið hefur um langa hríð. Sölnuð laufblöð lágu á gangstéttinni og við blasti langur, skrítinn skuggi af sjálfum mér. Það verður reyndar ekki sagt “skömmin er svo líkur mér.” En mér datt í hug, að með þetta vaxtarlag hefði ég kannski orðið heimsfræg körfuboltahetja. Eftir situr tilhugsunin um að haustverkin eru framundan og senn þarf að taka fram sópinn til að þrífa gangstéttina. Það gera borgarstarfsmenn ekki nú orðið hér um slóðir.”

Og þá dynja ósköpin yfir borgarstjórann fyrrverandi:

“Reyndar er það með nokkurri ófýsi að ég geng til slíkra verka eftir reynslu frá því í vetur. Flest bílastæði í nágrenninu voru full af snjó dögum saman eins og borgarbúar muna og bílar víða fenntir inni. Engin stæði laus. Þegar ég kom akandi heim tók ég eftir hundaskít í miklu magni á gangstéttinni við innkeyrsluna að húsinu. Óþrifin voru árberandi mikil, þannig að ég lagði bílnum snarlega upp á gangstéttina fyrir framan húsið til að keyra ekki yfir klessuna, stökk inn og sótti pappír, tuskur og vatn í fötu til að hefja aðgerðir. Það varð að koma í veg fyrir að fólk færi að stíga ofan í sóðaskapinn í myrkri. Ég var um tvær mínútur inni í húsinu. Mér sóttist verkið vel við hreinsunina en þegar ég kom að bílnum blasti við mér sektarmiði undir rúðuþurrkunni. Meðan ég var inni í húsinu þessa smástund hafði stöðumælavörður nefnilega komið og sektað mig um 10.000 krónur. Eðlilega varð ég svekktur og ákvað að áfrýja og sendi greinargerð og myndræn sönnunargögn til borgarinnar. En allt kom fyrir ekki. Yfirvaldið heimtaði sitt. Þó að ég sé samfélagslega sinnaður einstaklingur og vilji stuðla að bættu umhverfi, er það með blendnum tilfinningum að ég tek mér götusópinn í hönd á þessu hausti,” segir Markús Örn Antonsson fyrrum borgarstjóri í Reykjavík.

Fara til baka


LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN

Lesa frétt ›BJARNI FUNDINN

Lesa frétt ›KJARTAN Í STAÐ LOGA

Lesa frétt ›LEIÐ 21 Í COSTCO ALLA DAGA

Lesa frétt ›KENGÚRAN ER HAMBORGARI FÓLKSINS

Lesa frétt ›STRÆTÓ Á SUÐURLANDI Í ÓVISSU

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að eldri borgarar á Íslandi séu farnir að keðjureykja í miðri kosningabaráttu.
Ummæli ›

...að Þjóðleikhúsið frumsýni Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason á Stóra sviðinu á föstudagskvöldið: Listakona og sambýlismaður hennar þiggja hádegisverðarboð íslensku sendiherrahjónanna í Washington. Útverðir lands og þjóðar bjóða upp á þríréttað úr íslensku hráefni, borið fram af ungri, kínverskri húshjálp. Smám saman kemur í ljós að undir glæsilegu yfirborðinu leynast óþægileg leyndarmál. Í gestahúsi við sendiráðsbústaðinn er sonur hjónanna falinn eins og fjölskylduskömm. Þegar hann gerir sig heimakominn í boðinu fara beinagrindurnar að hrynja úr skápnum ein af annarri.
Ummæli ›

...að þetta geti orðið sögulegt.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KJARTAN Í STAÐ LOGA: Frá fjölmiðlarýninum Svani Má: --- Margir tala um að skarð Loga Bergmanns á Stöð 2 verði vandfyllt...
  2. BÆJARSTJÓRI FÉKK HJARTAÁFALL: Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð, áður bæjastjóri í Kópavogi um árabil, fékk hjartaáf...
  3. PÉTUR DAUÐÞREYTTUR: Pétur Einarsson, fyrrum flugmálastjóri og nú frambjóðandi Flokks fólksins á Norðurlandi, vakti þ...
  4. LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN: Ari Eldjárn, maðurinn sem hefur gert íslenskt uppistand og grín að útflutningsvöru, hefur keypt ...
  5. SIGMUNDUR HJÁ JÓA FEL: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokksmenn hans hafa opnað kosningaskrifstofu í JL-húsinu við...

SAGT ER...

...að stórleikkonan Edda Björgvins hafi auglýst ryksuguna sína til sölu. Rauða Cleanfix á 20 þúsund.
Ummæli ›

...að út hafi verið að koma bókin 109 Volcano Sudoku þar sem 20 þrautanna eru Easy, 30 Medium, 30 Hard, 20 Evil og 9 Samurai - hvað sem það nú þýðir.
Ummæli ›

...að út sé að koma bókin Ferðalag í flughálku - Unglingar og ADHD eftir Sólveigu Ásgrímsdóttur sálfræðing.
Ummæli ›

...að þetta sé kjúklingur mínimalistans beint úr heimspressunni: ---
Ummæli ›

Meira...