FYRRUM BANKASTJÓRI MEÐ HINDBERJAPARTÝ – TAKIÐ STUNGUSKÓFLU MEÐ

    Ragnar og hindberin.

    “Hindber vaxa villt kringum Hvaleyrarvatn. Hákon Bjarnason var þar með sumarbústað og flutti runnann inn. Maður sér dökk laufblöð standa upp úr lúpínunni. Ekkert mál að ná sér í hnaus þar,” segir Ragnar Önundarson samfélagsrýnir og fyrrum bankastjóri. Og hér er tilboðið:

    “Ég er með þetta ca. 30 m. fyrir ofan garðinn minn hér í Háholti 4 Garðabæ. Þið leggið bílnum bara í enda brekkunnar, Hnoðraholtsbrautar, þar sem beygt er inn í Háholtið. Þar er göngustígur upp í holtið, en þið farið strax út af honum til vinstri gegnum trjálundinn um óljósan stíg og hafið auga á húsinu mínu, sem glittir öðru hvoru í. Í jaðri trjálundarins er hindberjarunnabreiðan. Þið takið hnausa úr henni að vild. Þetta er land Garðabæjar og enginn á þessa runna. Ef þetta er óljóst má hringja bjöllunni hjá mér og fá nánari leiðbeiningar. Það yrki sem ég er með er annað en Hákon flutti inn, ég þekki engan samanburð um ávöxt, en mitt er mjög harðgert og ágengt. Takið með ykkur stunguskóflu og fötu undir hnausinn.”

    Sjá tengda frétt.

    Auglýsing