Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

FYRIRMYNDIN AÐ MERKI MIÐFLOKKSINS

Napóleon fer yfir Alpana er titill á olíumálverki eftir franska listmálarann Jacques-Louis David, málað á árunum 1801-1805. Hestur Napóleons hét Marengo og var af arabísku stóðhestakyni, aðeins 145 cm á hæð, áreiðanlegur, traustur og djarfur enda bar hann húsbónda í gegnum marga hildina. Málverkið af Napóleon á hestinum Marengo er næstum eins og guðdómleg staðfesting á valdi hans

Hvaða langferð er Sigmundur Davíð að leggja í á hvítum, prjónandi hesti? Og afhverju er hann ekki á baki eins og Napóleon? Er það vegna þess að hann er líkari víkingnum Göngu-Hrólfi, sem var of þungur fyrir hestinn sinn? Það er hugsanlega ekkert verra því arfleið Göngu-Hrólfs sem réðst inn í Normandí í Frakklandi seint á 9. öld, lagði svæðið undir sig og varð þar jarl en hann og eftirmenn hans byggðu upp mjög skilvirkt stjórnkerfi sem hafði víðtæk áhrif þegar fram liðu stundir.

Eða er fyrirmyndin kannski enn eldri: Atli húnakonungur, sem réðst inn í Rómaveldi vestanvert, barbarinn sjálfur og fékk öllu sínu framgengt, þótt hann næði ekki yfirráðum í sjálfri Róm.

Hesturinn góði endurspeglar þá ætlan formanns Miðflokksins, að hafa úrslitaáhrif um hvernig ríkisstjórn verður skipuð eftir kosningarnar 28. október næstkomandi. Merkið er vísbending um það að formaðurinn er að leggja í langferð yfir fjöll og firnindi þar sem lokaáfanginn eru yfirráð íslenska ríkisins sem er um margt í svipuðu hrun-ástandi og Rómaveldi hið forna.

Fara til baka


LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN

Lesa frétt ›BJARNI FUNDINN

Lesa frétt ›KJARTAN Í STAÐ LOGA

Lesa frétt ›LEIÐ 21 Í COSTCO ALLA DAGA

Lesa frétt ›KENGÚRAN ER HAMBORGARI FÓLKSINS

Lesa frétt ›STRÆTÓ Á SUÐURLANDI Í ÓVISSU

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að eldri borgarar á Íslandi séu farnir að keðjureykja í miðri kosningabaráttu.
Ummæli ›

...að Þjóðleikhúsið frumsýni Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason á Stóra sviðinu á föstudagskvöldið: Listakona og sambýlismaður hennar þiggja hádegisverðarboð íslensku sendiherrahjónanna í Washington. Útverðir lands og þjóðar bjóða upp á þríréttað úr íslensku hráefni, borið fram af ungri, kínverskri húshjálp. Smám saman kemur í ljós að undir glæsilegu yfirborðinu leynast óþægileg leyndarmál. Í gestahúsi við sendiráðsbústaðinn er sonur hjónanna falinn eins og fjölskylduskömm. Þegar hann gerir sig heimakominn í boðinu fara beinagrindurnar að hrynja úr skápnum ein af annarri.
Ummæli ›

...að þetta geti orðið sögulegt.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KJARTAN Í STAÐ LOGA: Frá fjölmiðlarýninum Svani Má: --- Margir tala um að skarð Loga Bergmanns á Stöð 2 verði vandfyllt...
  2. BÆJARSTJÓRI FÉKK HJARTAÁFALL: Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð, áður bæjastjóri í Kópavogi um árabil, fékk hjartaáf...
  3. PÉTUR DAUÐÞREYTTUR: Pétur Einarsson, fyrrum flugmálastjóri og nú frambjóðandi Flokks fólksins á Norðurlandi, vakti þ...
  4. LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN: Ari Eldjárn, maðurinn sem hefur gert íslenskt uppistand og grín að útflutningsvöru, hefur keypt ...
  5. SIGMUNDUR HJÁ JÓA FEL: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokksmenn hans hafa opnað kosningaskrifstofu í JL-húsinu við...

SAGT ER...

...að stórleikkonan Edda Björgvins hafi auglýst ryksuguna sína til sölu. Rauða Cleanfix á 20 þúsund.
Ummæli ›

...að út hafi verið að koma bókin 109 Volcano Sudoku þar sem 20 þrautanna eru Easy, 30 Medium, 30 Hard, 20 Evil og 9 Samurai - hvað sem það nú þýðir.
Ummæli ›

...að út sé að koma bókin Ferðalag í flughálku - Unglingar og ADHD eftir Sólveigu Ásgrímsdóttur sálfræðing.
Ummæli ›

...að þetta sé kjúklingur mínimalistans beint úr heimspressunni: ---
Ummæli ›

Meira...