SKIP FULLT AF HNETUM

  Skelfileg mistök voru gerð í Reykjavíkurhöfn fyrir skemmstu þegar matarkostur skipverja var hífður um borð í færeyskan togara

  Fyrirtækið Ekran, hluti af Nathan og Olsen, sem  selur og afgreiðir meðal annars kost um borð í fiskiskip, mætti á tilsettum tíma og var kosturinn hífður um borð áður en togarinn lét úr höfn. Skipið var komið svo gott sem út úr Faxaflóa þegar brytinn hringdi í land, ævareiður þannig að sauð á, og sagði að skip hans væri fullt af hnetum en ekki mat.

  Hafði þarna orðið ruglingur við afhendingu, risahnetuskammtur sem ætlaður vara Bónus fór í færeyska togarann á meðan kostur skipverja rataði í Bónus.

  “Og skipstjórin er með hnetuofnæmi,” var það síðasta sem starfsmenn Ekru heyrðu frá brjálaða brytanum um borð.

  Verið er að vinna að lausn málsins.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinHVAR ER LYKILLINN?
  Næsta greinSAGT ER…