FUGLASKÍTUR Á RÁÐHÚSBRÚ TIL SKAMMAR

  Á föstudaginn var ég staddur niður í Tjarnargötu og datt í hug að fara út í Iðnó að fá mér samloku og kaffi með haframjólk. Á leiðinni þangað datt mér líka í hug að stytta mér leið og fara í gegn um Ráðhúsið og ganga um göngubrúna sem liggur frá Ráðhúsinu og nánast alveg upp að dyrum Iðnó.

  Hafði ekki gert þetta áður. Mér til mikillar ánægju þá opnuðust bakdyr Ráðhússins sjalfkrafa og buðu mig velkominn. Klukkan hefur verið c.a. 13.30.

  Þegar inn var komið fannst mér frekar dimmt en allt í lagi, ég gekk í gegn um anddyrið og út að göngubrúnni þar sem dyrnar opnuðust að sjálfu sér aftur, allt til fyrirmyndar þangað til ég kom út á sjálfa göngubrúa. Það hafa verið a.m.k. mörg þúsund fuglaskítar á brúnni, snjóhvítir í bland. Þetta var báðum meginn c.a. 35 til 40 cm þykk breiða þannig að í miðjunni var autt göngusvæði. Þetta náði yfir a.m.k helming brúarinnar. Þetta var ekki eitthvað nýskeð, hlýtur að vera margra vikna gamalt miðað við magn. Hefði haldið að það væri þeim í lófa lagt að hreinsa þetta fyrst þeir á annað borð eru að bjóða uppá þessa gönguleið.

  Mig langaði ekki til að stíga í skítinn sem ég hefði þurft að gera ef ég hefði þurft að styðja mig við handriðið. Ég hvet umráðaaðila byggingarinnar að bretta nú upp ermarnar, hreinsa almennilega og gera það síðan daglega því þetta er til skammar svona.

  Vil svo benda á að eftir höfðinu dansa limirnir.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.30 – Smellið!

  Pistill no.29 – Smellið! /

  Pistill no.28 – Smellið!

  Pistill no.27 – Smellið! / Pistill no.26 – Smellið! / Pistill no.25 – Smellið! /

  Pistill no.24 – Smellið! / Pistill no.23 – Smellið! / Pistill no.22 – Smellið! / 

  Pistill no.21 – Smellið! / Pistill no.20 – Smellið! / Pistill no.19 – Smellið! / 

  Pistill no.18 – Smellið! / Pistill no.17 – Smellið! / Pistill no.16 – Smellið! / 

  Pistill no.15 – Smellið! / Pistill no.14 – Smellið! / Pistill no.13 – Smellið! / 

  Pistill no.12 – Smellið! / Pistill no.11 – Smellið! / Pistill no.10 – Smellið! / 

  Pistill no.9 – Smellið!/ Pistill no.8 – Smellið! / Pistill no.7 – Smellið! / 

  Pistill no.6 – Smellið! / Pistill no.5 – Smellið! / Pistill no.4 – Smellið! / 

  Pistill no.3 – Smellið! / Pistill no.2 – Smellið! / Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing