FUGLAFLENSA Í KEFLAVÍK

Súlan á götunni og bæjarmerkið.
Hafþór

“Þessi var ekki mikið að hreyfa sig þrátt fyrir nálægð. Kannski fuglaflensa?,” segir Hafþór Skúlason sem gekk fram á þessa súlu á bæjargötu í Keflavík og komst alveg upp að henni því súlan hreyfði sig ekkert nema rétt höfuðið og stóð þarna allan daginn.

Guðmundur Falk sá myndina og er ekki í vafa: “”Þessi er smituð af fuglaflensu. Þær eru víða núna súlurnar að deyja i fjörum og móum hér í kring.”

Brynja Davíðsdóttir tekur undir: “Jú. Geta bólgnað svona upp um höfuðið. Réttast að aflífa greyið “snyrtilega”.

Þess má geta að súlan er í bæjarmerki Reykjanesbæjar.

Auglýsing