FUGL VERPIR Á MIÐRI GÖTU

    Jón Jónsson og félagar óku fram á lítið hreiður á miðjum vegi þar sem þeir voru á leið um á jeppunum sínum.

    Fuglinn hvergi sjáanlegur en þarna voru tvö egg óvarin á malarveginum. Talið er að þetta sé tjaldur.

    “Við settum stein þarna til að hlífa en ég veit ekki hvernig er að ala upp unga þarna,” sagði Jón Jónsson áður en hann hélt áfram ferð sinni með félögunum.

    Tjaldurinn verður að treysta á guð og lukkuna eins og svo margir aðrir.

    Auglýsing