FRÚ EDDA MEÐ MÁLVERKASÝNINGU

    Edda Guðmundsdóttir, ekkja Steingríms Hermannssonar fyrrum forsætisráðherra, opnar sýningu á málverkum sínum á efri hæð GallerýART Gátt í Hamraborg í Kópavogi á laugardaginn. Edda hefur verið iðin við málverkið, sýnir athyglisverða takta og nefnir sýninguna Náttúrutilbrigði.

    Á neðri hæð sýningarsalarins eru félagarnir í Artgallerý Gátt með sína áralegu jólasamsýningu. Þeir lofa léttum veitingum og léttu fjöri.

    Hér að neðan má sjá baksíðu DV frá 13. febrúar 1984 þar sem þáverandi forsætisráðherrafrú kenndi lesendum að elda grjónagraut til að spara í óðaverðbólgunni:

    Auglýsing