FROST VONT FYRIR STRÆTÓ

  Heiða Lára tekur Strætó í vinnuna en það gengur ekki alltaf sem skyldi. Því kvartaði hún við stjórnstöð Strætó og hér eru samskiptin:

  Heiða Lára: Takk strætó! Í 3 skipti á 8 dögum er ég of sein í vinnuna í boði Strætó. Hvað er málið með nr. 5. Erum við í Árbæ og Norðlingaholti einhver afgangsstærð sem skiptir ekki máli? Bara gjöra svo vel að laga þetta!

  Strætó: Sæl Heiða, klukkan hvað og á hvaða biðstöð varstu að taka leið 5? Ætla að skoða þetta nánar.

  Strætó: Ég heyrði í stjórnstöðinni og það eru búin að vera vandræði hjá flotanum síðustu morgna. Frostið hefur verið það mikið að dyrnar á sumum vögnum frjósa fastar. Í morgun byrjaði þessi vagn ferðina sína 5 mínútum á eftir áætlun að sökum þess. Samkvæmt spám þá á að fara að hlýna, þannig vonandi verður þetta betra á morgun.

  Heiða Lára: En frost er viðvarandi og vitað er af því (en það hefur verið auglýst rækilega í ljósvakamiðlum) þarf að fara fyrr af stað og setja vagnana í gang er það ekki?

  Auglýsing