FRIÐRIK VILL STÆKKA SUÐURGÖTUHÖLLINA

  Friðrik Steinn og Suðurgata 22.

  Silfurberg ehf, eigandi að Suðurgötu 22, hefur sótt um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu, kjallara, hæð og þaksvalir við vesturhlið húss og gera þar íbúðir eftir teikningu Davíðs Kr. Pitt arkitekts.

  Athafnamaðurinn Pálmi Guðmundsson átti húsið en í dag er það í eigu annars athafnamanns, Friðriks Steins Kristjánssonar. Áður en Pálmi keypti húsið var gistiheimilið Krían rekið í því. Pálmi tók það allt í gegn og innréttaði í átt að upprunalegu skipulagi. Sjálfur hefur Friðrik Steinn búið í stórhýsinu um árabil ásamt fjölskyldu sinni.

  Friðrik Steinn stofnaði lyfjafyritækið Invest Farma árið 2004. Í lok ágústmánaðar 2016  var gengið frá kaupum alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins Apax Partners á Invent Farma og var hlutafé fyrirtækisins metið á um 215 milljónir evra, eða 30 milljarða króna. Stærstu hluthafar fyrirtækisins við sölu voru Framtakssjóður Íslands sem átti 38 prósenta hlut, Silfurberg, í eigu Friðriks, sem átti 27 prósent og fjárfestingarsjóðurinn Horn II sem átti ásamt meðfjárfestum 16,8 prósenta hlut.

  Friðrik Steinn er sonur Kristjáns Firðrikssonar sem kenndur var við Últíma, brautryðjandi í íslenskum vefnaðariðnaði og fatasaum og byggði með öðrum stórhýsið Kjörgarð við Laugaveg, fyrsta íslenska mollið með rúllustiga og öllu.

  Auglýsing