FRIÐRIK KÚPLAR AF Í KÖRFUNNI

    Friðrik ingi Rúnarsson, ástsæli körfuboltaþjálfari sem tók við ÍR á örlagastundu í vetur, hefur lýst því yfir  lýsti því yfir að hann ætli sér að hætta þjálfun. Friðrik á að baki lang­an og far­sæl­an fer­il sem þjálf­ari hér­lend­is. Síðast stýrði hann Þór frá Þor­láks­höfn tíma­bilið 2019-2020 en hef­ur einnig þjálfað Njarðvík, Grinda­vík, KR og Kefla­vík fyr­ir utan A-landsliðið. Njarðvík varð tví­veg­is Íslands­meist­ari und­ir hans stjórn og Grinda­vík einu sinni. Friðrik hef­ur sjö sinn­um farið með lið sín í úr­slita­leiki Íslands­móts­ins, oft­ar en nokk­ur ann­ar þjálf­ari.

    Auglýsing